Remedíur við ógleði

13.12.2007

Sælar

Mig langaði að spyrja hvort að það sé eitthvað því til fyrirstöðu að taka remedíur við ógleði á fyrstu vikum meðgöngu? Ég er komin 9 vikur á leið og er hreinlega að farast úr ógleði allan daginn. Ég er búin að fara í nálastungur og prófa öll þessu helstu trix en ekkert virkar. Ég fór því til læknis í vikunni og skrifaði hún upp á Postafen fyrir mig og sagði mér að vera óhrædd við að taka það. Ávinningurinn væri mun meiri en áhættan þar sem ég hef verið að léttast verulegu og var á barmi þess að vera of þurr. Nú hef ég tekið Postafen í 2 daga og liðið aðeins betur, næ að borða eitthvað smá og held því alveg niðri en samt er stanslaus ólga í maganum á mér og mér líður ekki beint vel, næ aldrei að gleyma ógleðinni. Svo var mér bent á í gær, af konunni sem ég fór í nálastungurnar til, að prófa að fara í Skipholtsapótek og kaupa þar remedíur við ógleðinni, sem ég og gerði. Nú spyr ég bara hvort að það sé einhver áhætta fólgin í því að taka þær umfram Postafenið? (þ.e.a.s. ef mér finnst þær virka)

Takk kærlega fyrir góðan vef, Nannsy.

 


 

Sæl Nannsy!

Það er fín grein um remedíur á vef Organon - fagfélags hómópata.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. desember 2007.