Spurt og svarað

13. desember 2007

Remedíur við ógleði

Sælar

Mig langaði að spyrja hvort að það sé eitthvað því til fyrirstöðu að taka remedíur við ógleði á fyrstu vikum meðgöngu? Ég er komin 9 vikur á leið og er hreinlega að farast úr ógleði allan daginn. Ég er búin að fara í nálastungur og prófa öll þessu helstu trix en ekkert virkar. Ég fór því til læknis í vikunni og skrifaði hún upp á Postafen fyrir mig og sagði mér að vera óhrædd við að taka það. Ávinningurinn væri mun meiri en áhættan þar sem ég hef verið að léttast verulegu og var á barmi þess að vera of þurr. Nú hef ég tekið Postafen í 2 daga og liðið aðeins betur, næ að borða eitthvað smá og held því alveg niðri en samt er stanslaus ólga í maganum á mér og mér líður ekki beint vel, næ aldrei að gleyma ógleðinni. Svo var mér bent á í gær, af konunni sem ég fór í nálastungurnar til, að prófa að fara í Skipholtsapótek og kaupa þar remedíur við ógleðinni, sem ég og gerði. Nú spyr ég bara hvort að það sé einhver áhætta fólgin í því að taka þær umfram Postafenið? (þ.e.a.s. ef mér finnst þær virka)

Takk kærlega fyrir góðan vef, Nannsy.

 


 

Sæl Nannsy!

Það er fín grein um remedíur á vef Organon - fagfélags hómópata.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. desember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.