réttur til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks

29.01.2007

Ég hef mikið verið að spá í einu, ég er sett 27.júlí og ég er búin að vera í fullum skóla í allan vetur. Ég hef einnig verið að vinna 25-30% vinnu með skólanum þannig ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég fái fæðingarstyrk eða hvort ég fái fæðingarorlof? Telst ég ekki námsmaður ef ég eignast barn að sumri til, eða hvernig virkar þetta?  Mér finnst faedingarorlof.is ekki vera með nógu góðar útskýringar á þessu.
Takk fyrir frábæran vef og vona að þið getið hjálpað mér:)


 

Inn á www.vinnumalastofnun.is getur þú séð allt um fæðingarorlof og fæðingarstyrk.  Þar stendur að konur sem hafa verið í að minnsta kosti 25% vinnu síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingu barns eigi rétt á fæðingarorlofi.  Konur sem hafa verið í fullu námi eiga rétt á fæðingastyrk.  Þú telst námsmaður ef þú hefur verið í "fullu námi í a.m.k. sex mánuði samfellt á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns" skv. vinnumálastofnun.  Einnig er boðið upp á símatíma og er símanúmerið á vefnum þeirra ef einhverjar spurningar eru.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
29.01.2009.

Komdu sæl.