Reykingar

27.03.2015

Ég er a 18 viku og er því miður enn að reykja :/ en er alltaf að reyna hætta og mun takast það a endanum. Núna var mer sagt að ef að ég hætti allt i einu geti það orsakað það barnið fái of mikið sjokk og ég gæti misst það ?? Er það rétt ??

 

Heil og sæl, nei það er ekki rétt. Þú skalt endilega drífa þig í að hætta reykingum það er miklu betra bæði fyrir þig og barnið þitt (en það veistu auðvitað). Gangi þér vel í baráttunni og ég sé að þú hefur trú á þér, þú segir að þér muni takast að hætta og þá hef ég trú á þér líka!!

 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
27. mars 2015