Reyktur lundi

06.08.2009

Góðan daginn

Má maður borða reyktan lunda þegar maður á von á barni?


Góðan dag.

Ef reyktur lundi er borðaður bara svoleiðis án matreiðslu þá ættir þú að forðast hann á meðgöngunni þar sem hann tilheyrir þá hráum/óelduðum mat.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. ágúst 2009.