Rhesus negatíf

20.10.2008

Ég á tvö börn og er að hugsa um að eiga það þriðja. Málið er þannig að ég fékk mótefnissprautu eftir fyrsta barn en mynda svo mótefni með seinna barni. Ég bjó út á landi og þurfti að eiga hér í borginni útaf mótefnamyndun og mátti ekki ganga lengra en 38 vikur en ég átti við 37 vikur og 4 daga. Það þurfti ekki að skipta um blóð í stúlkunni minni en hún var með gulu og þyngdist illa fyrstu mánuðina en er heilbrigð stúlka í dag. Það eru liðin 8 ára síðan ég átti mitt seinna barn. Það er búið að skoða blóðflokkanna hjá mér og manni mínum og við eigum ekkert sameiginleg í þeim efnum, mér var tjáð að það væri mjög miklar líkur að ég mundi mynda mótefni með næsta barni. Ég er að velta fyrir mér er það mikil áhætta fyrir mig og barnið ef ég mundi eiga annað. Get ég eða barnið skaðast á einhvern hátt? Hvert get ég leitað eftir svörum? Er það eitthver einn sem sér um Rh- konur?

Kveðja, Ein í hugleiðingum.Sæl og blessuð!

Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir er sérfræðingur í þessum málum. Þú getur pantað tíma hjá henni í rðagjöf. Hafðu samband við mæðraverndina á Landspítalanum til að panta tíma.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. október 2008.