Spurt og svarað

08. ágúst 2007

Að lyfta höndum

Sælar,

 

mig langaði bara að forvitnast, þegar vinkona mín var ólétt var henni sagt

að hún mætti alls ekki vera að teygja sig mikið upp á við (t.d. upp í

skápa og svona) og ætti að láta manninn sinn alveg um það. Langaði bara að

vita hvort þetta er rétt og af hverju þá?

 

Líka með hvernig er að lyfta þungu? Það hefur náttúrulega ekkert breyst

þannig og ég get alveg lyft öllu eins og venjulega en er bara einhvern

veginn svoldið hrædd við það, hvort það sé í lagi?

 

Kveðja,

ein ný í þessu komin tæpar 8 vikur


 

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta með að teygja sig upp á við er eitthvað gamalt, held ég, og veit ekki um neina ástæðu til að gera það ekki nema þegar kúlan stækkar getur það verið óþægilegt og þá hætta konur því sjálfkrafa.  Eins er með að lyfta þungu (þá er ég ekki að tala um neitt hlass heldur bara venjulega innkaupapoka, börnin sín eða annað þess háttar).  Meðganga er ekki sjúkdómur og konur geta gert flest sem þær gátu áður að minnsta konsi framan af meðgöngunni. Þegar kúlan stækkar setur hún svolítið strik í reikninginn og gott er að hafa í huga á meðgöngunni að hlusta á líkamann ef þú ert að gera eitthvað sem þér finnst vont eða óþægilegt er réttast að hætta því og láta einhvern annan um verkið.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
8.ágúst 2007

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.