Spurt og svarað

28. júlí 2011

Ristilhreinsun frá Sunnan Vindum

Mig langar til þess að spyrja ykkur hvort það sé í lagi að taka ristiltvennu frá Sunnan Vindum á meðgöngu? Meltingarkerfið hjá mér er í miklu ójafnvægi með öllum þeim leiðinda fylgikvillum sem því fylgir og bætt matarræði hefur ekki náð að rétta mig almennilega við. Ég virðist þurfa að taka mig betur í gegn ef duga skal.

Með fyrirfram þökk og ánægju með upplýsandi og góðan vef.


Sæl og blessuð!

Við sendum fyrirspurn til Sunnan Vinda þar sem ekki var hægt að nálgast upplýsingar um þetta á veraldarvefnum. Getur verið að þú eigir við efni sem heitir „Ristilhvati“? Það er samkvæmt upplýsingum frá Sunnan Vindum jurtaþrenna, sem hreinsar og styrkir meltingarveg og ristil.

Í svari frá Sunnan Vindum kemur fram að þau mæli almennt gegn því að barnshafandi konur og konur með börn á brjósti noti umrædda hreinsun, m.a. vegna þess að það getur verið í sumum tilvikum nokkuð álag á líkamann og sérstaklega á meltingarfæri.

Mín skoðun er sú að meðgangan sé ekki rétti tíminn fyrir svona breytingar en auðvitað þarf að meta þínar aðstæður. Ræddu málið við ljósmóðurina þína eða lækni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júlí 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.