Spurt og svarað

09. mars 2007

Ristill (Herpes Zoster) á meðgöngu

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef

Ég er komin rúmar 20 vikur á leið og er með útbrot sem ég hef áhyggjur af að geti skaðað barnið mitt. Ég var að koma af Læknavaktinni vegna þessara útbrota sem ég er með á læri og læknirinn var nokkuð viss um að þetta væri sýking sem kallast Ristill og getur komið ef maður hefur áður fengið hlaupabólu. Sýkingin er skyld herpes veirunni sem ég veit að getur verið hættulegt að fá á meðgöngu og er meðhöndluð með lyfjum sem einnig eru notuð vegna herpes sýkinga. Sýni var sent í ræktun og ef kemur í ljós að þetta er þessi sýking þarf að meðhöndla það strax. Læknirinn gat samt ekki sagt mér hvort þetta væri hættulegt fyrir barnið og sagðist ekki þekkja það nógu vel. Mér fannst samt allt fas hans benda til þess að þetta gæti verið hættulegt og nú er ég óskaplega áhyggjufull yfir því hvaða áhrif þetta getur haft og get ekki einbeitt mér að neinu öðru. Er vitað til þess að svona sýking geti haft skaðleg áhrif á barnið? Hvað með herpes lyf sem
mér sýnist að ekki sé mælt með að ófrískar konur noti?

Kær kveðja og fyrirfram þakkir, gb.

 


 

Sæl og blessuð!

Það er fínt lesefni um Ristil á vefsíðu Landlæknisembættisins. Þú ættir að finna svörin þar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.