Að mála utandyra

29.08.2011

Sæl.

Ég er komin 36 vikur og fór að mála utandyra í tvo daga með olíumálingu, seinni daginn reyndar með grímu en áttaði mig
ekki á að þetta væri svona skaðlegt og hætti um leið og ég fattaði það.  Hversu mikill og hvernig skaði getur hafa orðiðá þessum dögum ef ég andaði þessu að mér?  

Kv. Ein mjög svo stressuð.Komdu sæl.

Líklegast er að enginn skaði hafi orðið.  Þú varst jú utanyra þar sem loft leikur um þig og vindur blæs gufunum í burtu.  Einnig ertu langt gengin í meðgöngu og hættulegasta tímabilið búið.  Það er samt, því miður, aldrei hægt að vita þetta með fullri vissu.  Reyndu að hafa ekki áhyggjur.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. ágúst 2011.