Spurt og svarað

09. desember 2008

Röntgen í upphafi meðgöngu

Sæl

Ég var að komast að því að ég er ófrísk og komin 5 vikur á leið samkvæmt útreikningum. Ég fór í lungna röntgenmyndatöku vikunni áður, sem sagt þá á fjórðu viku. Þessa viku átti ég að byrja á blæðingum og var með örlitla túrverki og því hélt ég að ég væri að byrja á blæðingum. Þar sem ég vissi ekki að ég væri ófrísk þá er ég dauðhrædd um að ég hafi skaðað fósrið með þessu. (Ég var ekki með neina svuntu í myndatökunni). Þarf ég að hafa áhyggjur þar sem ég er komin svo stutt á leið?

Með kærri þökk Bettý

 

Sæl Bettý

Eins og þú veist er röntgenmyndataka óæskileg á meðgöngu. Hins vegar senda flestar minniháttar röntgenmyndatökur frá sér geisla í það litlu magni að það ætti ekki að vera skaðlegt fóstrinu. Fóstrið er vel varið frá móðurinni þannig að lítið magn geilsunarinnar nær til fóstursins. Ef þú hefur áhyggjur af þessu skaltu endilega ræða það við ljósmóðurina þína í mæðravernd og láta skoða barnið í sónar þegar þar að kemur.

Gangi þér vel,

Kveðja,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. desember 2008.

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.