RS í lok meðgöngu

21.11.2011

Ég er gengin 36 vikur, og á fyrir annað barn sem er 2,5 ára. Það barn virðist hafa fengið RS-vírusinn og ég er að velta því fyrir mér hvort það muni hafa einhver áhrif á ófædda barnið ef ég smitast af RS-vírusnum? Eða ætti ónæmiskerfið mitt að dekka okkur bæði?Sæl.

Það ætti ekki að hafa nein áhrif á barnið og ef þú verður með það á brjósti fær það mótefni þaðan líka.  Eldra barnið hefur valið góðan tíma til að fá RS og fínt að vera búin að þessu áður en barnið fæðist.

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. nóvember 2011.