Spurt og svarað

05. júní 2013

Rússíbanaferðir á meðgöngu

Nú hafa tvær mjög líkar fyrirspurnir borist og var ákveðið að svara þeim saman.

Er erlendis i heimsókn og fólk ætlar að skella sér i Lyseberg i rússíbana. Er komin 16 vikur i dag og langar geðveikt með. Finn ekkert ákveðið a netinu. Á ég að sitja á kantinum?


Góðan daginn.
Nú er ég stödd erlendis og var að komast að því að ég er ólétt og komin u.þ.b. 4-5 vikur. Fjölskyldan ætlar í tívolí í vikunni, mig langaði að forvitnast hvort ég mætti fara í tækin? Veit ekki hvort það skiptir máli en ég missti fóstur í byrjun árs. Takk fyrir frábæra síðu.Sælar

 

Það er talið að þunguð kona geti gert allt sem hún var vön að gera fyrir meðgöngu.  En þó eru sumir hlutir sem þurfi að fara varlega í.  Það að fara í rússíbanaferð eykur adrenalín framleiðslu móður og eru það aðstæður sem ekki eru æskilegar fóstur alla vega ítrekað.  Það er talið að fóstur þar sem móðirin býr við streituvekjandi aðstæður geti fæðst léttara sem sýnir að umhverfi fóstursins gæti verið betra. Hver og ein kona metur það hvað hún treystir sér í á meðgöngu og gott er að hlusta á líkamann og taka tillit til aðstæðna.

Bestu kveðjur,
Steina Þórey Ragnarsdóttir,
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5.júní 2013

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.