Spurt og svarað

22. janúar 2007

Rússíbanar og vatnsrennibrautir

Mig langaði að spyrja um eitt, sko ég er að fara í mitt fyrsta skipti til 
útlanda núna í maí og núna er ég gengin 6 1/2 viku, og þetta er á spáni
þannig að þarna er tívolí og vatnsleikjagarðar mig langaði að spyrja hvort
ég megi á þeim tíma fara í þannig tæki og rennibrautir? Hvernig er með það
ég er svo spennt og þó sérstaklega að fara í vatnagarðinn og tívolíið að
ég er að springa.
Verð ég komin of langt þá eða?Sæl og blessuð!

Ef þú ert komin rúmar 6 vikur núna, þá verður þú komin 24 vikur á leið um miðjan maí. 

Þegar þú ert komin 24 vikur þá er komin þó nokkur kúla á þig og barnið orðið töluvert stórt, eða um 30 cm langt og um 650 gr. á þyngd.
Í vatnsrennibrautum og rússíbönum geta komið töluverðir hnykkir og högg á líkamann, og það er ekki ráðlagt að konur fari í slík tæki þegar þær eru með lítið kríli að vaxa inni í sér. Það er hreinlega ekki öruggt fyrir þig og barnið. Þannig að því miður verð ég að hryggja þig með því að þú ættir að bíða með slíkar salíbunur þangað til í næstu Spánarferð.
Gangi þér vel, og góða skemmtun á Spáni!

Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
22.janúar, 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.