Rússíbanar og vatnsrennibrautir

22.01.2007
Mig langaði að spyrja um eitt, sko ég er að fara í mitt fyrsta skipti til 
útlanda núna í maí og núna er ég gengin 6 1/2 viku, og þetta er á spáni
þannig að þarna er tívolí og vatnsleikjagarðar mig langaði að spyrja hvort
ég megi á þeim tíma fara í þannig tæki og rennibrautir? Hvernig er með það
ég er svo spennt og þó sérstaklega að fara í vatnagarðinn og tívolíið að
ég er að springa.
Verð ég komin of langt þá eða?Sæl og blessuð!

Ef þú ert komin rúmar 6 vikur núna, þá verður þú komin 24 vikur á leið um miðjan maí. 

Þegar þú ert komin 24 vikur þá er komin þó nokkur kúla á þig og barnið orðið töluvert stórt, eða um 30 cm langt og um 650 gr. á þyngd.
Í vatnsrennibrautum og rússíbönum geta komið töluverðir hnykkir og högg á líkamann, og það er ekki ráðlagt að konur fari í slík tæki þegar þær eru með lítið kríli að vaxa inni í sér. Það er hreinlega ekki öruggt fyrir þig og barnið. Þannig að því miður verð ég að hryggja þig með því að þú ættir að bíða með slíkar salíbunur þangað til í næstu Spánarferð.
Gangi þér vel, og góða skemmtun á Spáni!

Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
22.janúar, 2007.