Ryðgaðar pípur

07.04.2008

Góðan dag!

Ég rakst á gamalt svar um „rusty pipe syndrome“ á vefnum ykkar en hef þó enn nokkrar spurningar um þessar ryðguðu pípur. Ég er á 27. viku meðgöngu og allt frá því í kringum 16. viku hefur verið að leka úr brjóstunum mínum. Úr vinstra brjóstinu lekur hins vegar brúnleitur vökvi og jafnvel kemur einstöku sinnum fyrir að ég tek eftir því að það séu ferskir blóðblettir í brjóstapúðanum vinstra megin þegar ég hátta mig á kvöldin. Er eðlilegt að þetta gerist aðeins í öðru brjóstinu og það sé ferskt blóð sem leki? (alls ekki mikið, en þó blettir sem ég tek eftir). Einnig sé ég mikinn mun á geirvörtunum, þessi vinstra megin virkar einhvern veginn stífari en hin.

Með fyrirfram þökk og bestu kveðjum.


Sæl og blessuð.

Já, það er reyndar miklu algengara að þetta sé aðeins öðru megin. Og það er líka eðlilegt að það sé líka smávegis ferskt blóð með.

Vona að gangi vel.            
      
Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. apríl 2008.