Salmonella á meðgöngu

27.08.2008

Sæl og takk fyrir frábæran vef.

Ég er komin 27 vikur og fór til kanarí í sumarfrí og náði mér í salmonellu, nú eru liðnar 3 vikur nákvæmlega í dag og ég er komin á penicillin  sem ég byrjaði á fyrir 3 dögum en er enn með hita og rosalega illt í maganum öðru hvoru en er samt ekki búin að vera með niðurgang í 5 daga, hvenar ætti hitinn að fara? Getur pensillinið farið illa í magann hjá mér og getur þetta ekkert veri?hættulegt fyrir barnið?


Komdu sæl.

 

Þetta ætti nú að fara að lagast sérstaklega þar sem þú ert komin á sýklalyf við þessu.  Penicillin getur vissulega líka farið illa í magann en ef þú finnur ekki mun á þér á allra næstu dögum, á lyfjunum, þá ættir þú að fara og tala aftur við lækninn þinn.

Salmonellu sýking getur verið hættuleg barninu og er það þess vegna sem barnshafandi konur eru varaðar við hráum og illa elduðum mat.  Það er meðal annars þess vegna sem þú ert sett á lyf til að verja barnið og flýta því að þú náir þér.  Þú þarft að fylgjast vel með hreyfingum barnsins þíns og ef þær eru góðar veistu að því líður vel.  Þú átt alltaf að geta fundið 10 hreyfingar á 2 klukkutímum ef þú ert að hugsa um þær og telja.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. ágúst 2008.