Sama meðgöngulengd aftur?

16.04.2012

Hæ, hæ!


Mig langar mikið til að spyrja hvort það séu miklar líkur á því að ég muni eignast næsta barn eftir 36-37 vikur eins og gerðist á fyrstu meðgöngunni.  Ég missti vatnið gengin 36v og 5 daga.  Var haldið þar til ég var gengin sléttar 37 vikur. Eru miklar líkur á að það muni gerast aftur?  Eða tengist það ekki neitt?


Með fyrirfram þökk, Sigrún.


Komdu sæl Sigrún.


Það er ómögulegt að segja hvernig þessi meðganga endar en það er líklegra að hún verði ekki eins og síðast. 


Gangi þér vel.


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. apríl 2012.