Samdrættir

07.05.2009

Mig langar að spyrja ykkur hvort það sé eðlilegt að finna aldrei fyrir samdráttum.  Ég er komin sléttar 40 vikur og hef ekki fundið fyrir einum einasta samdrætti núna í hátt í tvo mánuði.

Takk fyrir mjög svo góðan vef.


Sæl.

Já það er eðlilegt að finna ekki fyrir samdráttum.  Samdrættir eru alltaf af og til í leginu en geta verið það vægir að þú finnir ekki fyrir þeim.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. maí 2009.