Að reyna eftir ítrekuð fósturlát

09.03.2012
Hvernig er hægt að hjálpa konum sem hafa ítrekað misst fóstur? Fá þær einhvers konar frjósemismeðferð eða lyf til að minnka líkur á að þær missi aftur eða er eina leiðin að ættleiða?

Það er best að ræða þessi mál við fæðinga- og kvensjúkdómalækni sem eru sérfræðingar á þessu sviði. Stundum eru gerðar rannsóknir til að reyna að komast að orsök fósturlátanna en úr þeim rannsóknum fæst sjaldan niðurstaða. Ef það hefur reynst konum erfitt að verða þungaðar þá geta þær þurft aðstoð með frjósemislyfjum eða tæknifrjóvgun. Stundum er notuð lyf, t.d. blóðþynningarlyf og hormónalyf til að reyna að koma í veg fyrir fósturlát en það þarf að skoða hverja og eina konu og hennar vandamál áður en farið er í slíka meðferð.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2012.