Spurt og svarað

09. mars 2012

Að reyna eftir ítrekuð fósturlát

Hvernig er hægt að hjálpa konum sem hafa ítrekað misst fóstur? Fá þær einhvers konar frjósemismeðferð eða lyf til að minnka líkur á að þær missi aftur eða er eina leiðin að ættleiða?

Það er best að ræða þessi mál við fæðinga- og kvensjúkdómalækni sem eru sérfræðingar á þessu sviði. Stundum eru gerðar rannsóknir til að reyna að komast að orsök fósturlátanna en úr þeim rannsóknum fæst sjaldan niðurstaða. Ef það hefur reynst konum erfitt að verða þungaðar þá geta þær þurft aðstoð með frjósemislyfjum eða tæknifrjóvgun. Stundum er notuð lyf, t.d. blóðþynningarlyf og hormónalyf til að reyna að koma í veg fyrir fósturlát en það þarf að skoða hverja og eina konu og hennar vandamál áður en farið er í slíka meðferð.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2012.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.