Samdrættir eftir kynlíf

04.10.2011

Sælar.

Ég er gengin rúmar35 vikur og eftir kynlíf fæ ég alltaf reglulega samdrætti í nokkra klukkutíma á eftir og jafnvel daginn eftir líka, einnig mikla verki aftur í bak og niður í fætur (geng með barn nr 2). Var að spá hvort ég ætti að hafa einhverjar áhyggjur af þessu, barnið er óskorðað.

Kveðja. 


Komdu sæl.

Almenna reglan er að samdrættir eiga ekki að vera fleiri en 4 á klukkutíma.  Það er þó eðlilegt að þeir séu fleiri fyrstu klukkutímana eftir fullnægingu og jafnvel með verkjum.  Samdrættir ættu þó ekki að vera svo örir mörgum klukkutímum eftir kynlíf eða daginn eftir.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. október 2011.