Spurt og svarað

29. mars 2010

Samdrættir í fylgju og lengd legháls

Hæ mig langar að spyrja aðeins út í fylgjuna.

Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn, þá var ég frekar slæm í maganum í kringum 20 viku, alltaf með einhverja verki, og sagði ljósmóðirin við mig að þetta væru samdrættir í fylgjunni, núna er ég með lágsæta/framsæta fylgju og hef verið að fá frekar slæma verki neðst í bumbuna, alveg niður við lifbein, og þá aðallega á kvöldin og nóttunni þegar ég er að slaka á.  Hef rætt þetta við nokkrar sem eiga börn og segjast þær aldrei hafa heyrt um það að maður fái samdrætti í fylgjuna.  Er þetta eitthvað sem er ekki til eða hvað?  Einnig langar mig að vita að ef leghálsinn mælist 3,5 á 17 viku, eru þá miklar eða litlar líkur á að fara fyrr af stað?  Bý erlendis, og hef verið að fá frekar óljós svör þegar ég spyr um þetta, hefur bara verið sagt að það verði fylgst með þessu.

 


Komdu sæl.

Það hlýtur að vera einhver misskilningur með fylgjuna.  Konur fá samdrætti í legið en vissulega getur orðið samdráttur í fylgjunni um leið, sérstaklega ef um sterka samdrætti eða hríðar er að ræða.

Þessi mæling á leghálsinum er alveg eðlileg.  Ef þú hefur fætt fyrir tímann áður eða ert með eihverja aðra áhættuþætti fyrirburafæðingar er sjálfsagt að fylgjast með þér en það þarf ekki sérstakt eftirlit útaf þessari mælingu eingöngu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. mars 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.