Spurt og svarað

02. júlí 2007

Samdrættir í tvíburameðgöngu

Hæ, hæ!

Ég er búin að renna í gegnum allar fyrirspurnir í sambandi við samdrætti en ég finn ekki almennilega svar við vandanum mínum.  Það er þannig að ég er með tvíbura, komin 21 viku á leið. Ég er búin að vera með samdrætti frá 15. viku, fyrst bara af og til, svo á 17. viku voru þeir tveir á klst en nú eru þeir orðnir 4 á klst yfir allan daginn. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ég er dugleg að hvíla mig, er ekki mikið að taka á, drekk mikið vatn og það eru engir verkir sem fylgja. Vona að þú hafir gott svar handa mér til að minnka áhyggjurnar mínar.


Sælar!

Reglulegir samdrættir eru mjög oft í tvíburameðgöngum eins og þú lýsir þeim. Það er mikilvægt að þér séu verkjalausir en ef að það koma verkir - þá höfum við áhyggjur af þeim - þar sem að það er alltaf hætta á fyrirburafæðingu. En þar sem þú lýsir samdráttum sem eru að aukast þá finnst mér ráðlegt að þú talir við þína ljósmóður í mæðravernd um samdrættina. Það skiptir máli að forðast áreynslu og helst að vera í hvíld, þá lagast samdrættirnir oft.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.