Spurt og svarað

23. september 2008

Samdrættir með og án verkja

Sælar og takk fyrir frábærann og fæðandi vef!!!


Þannig er mál með vexti að ég er ólétt að mínu öðru barni og komin með 31 viku.Ég er búin að vera með samdrætti með verkjum og verkja lausa! Ég er búin að ræða við ljósmóðurina mína um þetta og fékk það svar að það væri í lagi á meðan það væru ekki fleiri en 4 samdrættir á klukkutíma. Ég er búin að sjá það sama hérna inná nokkrum sinnum líka! En mín spurning er þessi:Hvort er þá verið að tala um 4 samdrætti með verkjum eða 4 verkja lausa samdrætti???


Komdu sæl

Það er verið að tala um bæði verkjalausa og með verkjum.  Fleiri samdrættir en 4 á klukkutíma eru of margir og þarf að kanna af hverju þeir stafa og hvort geti verið um það að ræða að fæðing sé að fara af stað.  Oftast er þetta þó vegna þess að konan ofgerir sér og er þreytt, samdrættirnir eru leið líkamans til að fá konuna til að hvíla sig og við hvíldina fækkar oftast samdráttum.  Einnig er nauðsynlegt að drekka vel.

Gangi þér vel.


 Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23. september 2008.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.