Spurt og svarað

08. júlí 2012

Samdrættir og fyrri keisari

Komið sæl!

Ég er komin 37 vikur með annað barn (fyrra barnið fæddist með keisara) og er búin að finna fyrir miklum fyrirvaraverkjum. Sárustu verkirnir hafa komið á nóttunni eða seint á kvöldin, þeir geta verið að koma óreglulega í marga klukkutíma en þó missárir. Þessir sáru verkir vara í að minnsta kosti mínútu og leiða aftur í allt mjóbakið. Auðvitað er ég bara að bíða eftir að það byrji að koma hríðar reglulega, en hafa svona sterkir samdrættir einhver áhrif ef tekið er tillit til fyrri keisara? Þ.e.a.s þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur?
Sæl!

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af samdráttunum, þeir ættu ekki að hafa áhrif á keisaraörið. Samdrættir eru nauðsynlegur undirbúningur líkamans fyrir fæðinguna og geta verið missterkir, stundum finna konur, sem hafa farið í keisaraskurð, aðeins til í örinu þegar þær fá samdrætti/hríðir. Þú ert alveg að hugsa þetta rétt þ.e. að bíða eftir að hríðir verði reglulegar.
Gangi þér vel

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. júlí 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.