hægðir

13.11.2017

Góðan dag, Núna er guttinn okkar næstum 5 mánaða og er byrjaður að fá graut, byrjaði fyrir ca viku að fá graut og strax á fyrsta degi kúkaði hann þá komnir 12 dagar síðan síðast en hefur ekki kúkað síðan. Hefur eingöngu verið á brjósti er það eðlilegt ? 

Heil og sæl, það getur komið fyrir án þess að nokkuð sé að að langt líði á milli hægða hjá brjóstabörnum. Þegar þau fara að borða vill maður samt að þú hafi hægðir oftar. Ef hann er  vær og rólegur og líður vel þá skaltu bara bíða róleg. Hægðirnar skila sér að lokum. Gangi ykkur vel.