Kyn barns

15.11.2017

Góðan dag, Bara ein saklaus forvitni spurning hérna. Er það skráð einhverstaðar hafi það sést í sónar, hvort kynið kona gengur með þegar foreldrar sjálfir kjósa að fá ekki að vita kynið?

Heil og sæl, nei okkur vitanlega gera þeir sem sónarskoða það ekki. Gangi þér vel.