Kaffi og meðganga

16.11.2017

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef. Ég er komin 22 vikur á leið og hef ekki drukkið kaffi síðan í lok júní byrjun júlí. Ég veit að það er í lagi að drekka 1 bolla á dag og ég finn fyrir mikilli þörf nú á köldum vetrardögum. Er í lagi að byrja að drekka einn og einn bolla eftir svona langan tíma? að sjálfsögðu max einn bolla á dag :) Kær kveðja

Heil og sæl, jú það er allt í lagi að drekka svolítið kaffi ef þig langar í það. Gangi þér vel.