Spurt og svarað

17. nóvember 2017

Blæðingar og getnaðarvörn

Sælar. Nú átti ég barn með keisaraskurði fyrir tæpum 3 mánuðum. Fékk úthreinsun sem kláraðist á nokkrum vikum en fór svo til kvennsjúkdómalæknis til að fá lykkjuna en hann sá að það var enn vökvi í leginu og vildi ekki setja lykkjuna strax. Fékk í staðinn Nuvaring til að byrja með. Ég setti hringinn upp strax, en læknirinn sagði að það væri í lagi, þó að ég hafi ekki verið búin að fá eðlilegar blæðingar og á byrjun 3 viku á hringnum byrjuðu blæðingar með brúnu blóði, brúnu slími og smá fersku blóði með. Er að spá hvort þetta hafi verið blæðingar að byrja eða bara einhver rest sem er að koma úr leginu. Ég hafði svo óvarið kynlíf á fyrsta degi hringlausa hlésins en tek það fram að ég er búin að nota hringinn alveg rétt. Er nokkuð líkur að þungun geti átt sér stað og eru þetta eðlilegar blæðingar? Takk fyrir

Heil og sæl, mér þykir líklegt að þetta hafi verið fyrstu blæðingar og það eru litlar líkur á þungun þar sem þú hefur notað hringinn rétt. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.