Blæðingar og getnaðarvörn

17.11.2017

Sælar. Nú átti ég barn með keisaraskurði fyrir tæpum 3 mánuðum. Fékk úthreinsun sem kláraðist á nokkrum vikum en fór svo til kvennsjúkdómalæknis til að fá lykkjuna en hann sá að það var enn vökvi í leginu og vildi ekki setja lykkjuna strax. Fékk í staðinn Nuvaring til að byrja með. Ég setti hringinn upp strax, en læknirinn sagði að það væri í lagi, þó að ég hafi ekki verið búin að fá eðlilegar blæðingar og á byrjun 3 viku á hringnum byrjuðu blæðingar með brúnu blóði, brúnu slími og smá fersku blóði með. Er að spá hvort þetta hafi verið blæðingar að byrja eða bara einhver rest sem er að koma úr leginu. Ég hafði svo óvarið kynlíf á fyrsta degi hringlausa hlésins en tek það fram að ég er búin að nota hringinn alveg rétt. Er nokkuð líkur að þungun geti átt sér stað og eru þetta eðlilegar blæðingar? Takk fyrir

Heil og sæl, mér þykir líklegt að þetta hafi verið fyrstu blæðingar og það eru litlar líkur á þungun þar sem þú hefur notað hringinn rétt. Gangi þér vel.