Bauga á ungabarni

20.11.2017

Góðan dag, við maðurinn minn vorum að taka eftir því að 4 mánaða sonur okkar er með bauga. Er eðlilegt að svona ung börn séu með bauga? Þykjumst vita að hann sé ekki svefnvana þar sem hann sefur vel á næturnar. Reyndar ganga lúrarnir á daginn verr, sefur nokkra 20-45mín lúra, en þegar við tókum eftir þessu var hann nývaknaður af tvöföldum lúr (svaf í 40 mín, vaknaði drakk og sofnaði aftur í 40 mín).

Heil og sæl, húðin undir augunum er þunn og því virkar hjá sumum eins og þeir hafi bauga. Það er langlíklegast í tilfelli sonar ykkar. Gangi ykkur vel.