Spurt og svarað

20. nóvember 2017

Bauga á ungabarni

Góðan dag, við maðurinn minn vorum að taka eftir því að 4 mánaða sonur okkar er með bauga. Er eðlilegt að svona ung börn séu með bauga? Þykjumst vita að hann sé ekki svefnvana þar sem hann sefur vel á næturnar. Reyndar ganga lúrarnir á daginn verr, sefur nokkra 20-45mín lúra, en þegar við tókum eftir þessu var hann nývaknaður af tvöföldum lúr (svaf í 40 mín, vaknaði drakk og sofnaði aftur í 40 mín).

Heil og sæl, húðin undir augunum er þunn og því virkar hjá sumum eins og þeir hafi bauga. Það er langlíklegast í tilfelli sonar ykkar. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.