Spurt og svarað

21. nóvember 2017

Geirvörtur breyttar eftir brjóstagjöf

Góðan dag, ég á tvö börn sem voru bæði á brjósti. Það eldra í tæpa 18 mánuði og það yngra í 10 mánuði og var um 6 mánaða hlé á milli þeirra á brjósti. Ég var með flatar geirvörtur fyrir meðgöngu þeirra og var brjóstagjöfin mjög erfið en hafðist (ég fékk aldrei nein sár eða slíkt). Fyrir meðgöngu þá urðu geirvörturnar á báðum brjóstum 'útstæðar' við kulda, örvun, í sturtu o.s.frv. Nú að brjóstagjöf lokinni er annað brjóstið orðið 'eðlilegt', þ.e. geirvartan er alltaf útstæð en á hinu brjóstinu er geirvartan stundum flöt eða þá mikið inndregin og verður sjaldan útstæð við fyrrgreindar aðstæður og það hræðir mig ofurlítið. Hver gæti verið skýringin á þessu og hvert er réttast að leita til að fá frekara álit sem ég vil gjarnan fá? Kær kveðja.

Heil og sæl, þetta hljómar mjög sakleysislega en ef þú vilt láta skoða þig mundi ég ráðleggja þér að leita til kvensjúkdómalæknis. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.