Geirvörtur breyttar eftir brjóstagjöf

21.11.2017

Góðan dag, ég á tvö börn sem voru bæði á brjósti. Það eldra í tæpa 18 mánuði og það yngra í 10 mánuði og var um 6 mánaða hlé á milli þeirra á brjósti. Ég var með flatar geirvörtur fyrir meðgöngu þeirra og var brjóstagjöfin mjög erfið en hafðist (ég fékk aldrei nein sár eða slíkt). Fyrir meðgöngu þá urðu geirvörturnar á báðum brjóstum 'útstæðar' við kulda, örvun, í sturtu o.s.frv. Nú að brjóstagjöf lokinni er annað brjóstið orðið 'eðlilegt', þ.e. geirvartan er alltaf útstæð en á hinu brjóstinu er geirvartan stundum flöt eða þá mikið inndregin og verður sjaldan útstæð við fyrrgreindar aðstæður og það hræðir mig ofurlítið. Hver gæti verið skýringin á þessu og hvert er réttast að leita til að fá frekara álit sem ég vil gjarnan fá? Kær kveðja.

Heil og sæl, þetta hljómar mjög sakleysislega en ef þú vilt láta skoða þig mundi ég ráðleggja þér að leita til kvensjúkdómalæknis. Gangi þér vel.