Spurt og svarað

23. nóvember 2017

of mikið þyngdartap við brjóstagjöf?

Ég á 4 mánaða gamalt barn sem er bara á brjósti og allt hefur gengið mjög vel. Hinsvegar er ég farin að hafa áhyggjur af hversu mikið ég er að léttast. Ég er grönn að eðlisfari en er núna orðin nokkrum kílóum léttari en ég var þegar ég varð ólétt og hef ekki verið svona létt síðan ég var unglingur. En mér líður mjög vel, sef vel og hef fullt af orku, en bara mátulega mikla matarlyst en borða allt sem mér dettur í hug og langar í. Ég hef heyrt um konur sem hafa þurft að hætta með börnin sín á brjósti því börnin sugu allt af þeim. Eru það gróusögur eða er þetta möguleiki? Get ég framleitt nógu mikla mjólk fyrir barnið ef ég horast niður sjálf? Hvenær þarf ég að fara að hafa áhyggjur?

Heil og sæl, ef þér liður vel og barnið þyngist vel og þroskast er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Það er rétt að margar konur grennast talsvert við brjóstagjöfina en það á ekki að vera áhyggjuefni. Ef þú borðar vel og hollan mat og ert eins og þú segir orkumikil er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.