Spurt og svarað

28. nóvember 2017

Þyngist ekki nóg

Sælar ljósur og takk fyrir góða síðu. Ég eignaðist barn fyrir umþaðbil 10 mánuðum og hefur gengið ótrúlega vel með það. Það er stutt í að það byrji að labba. En málið er að það er ekki að þyngjast nógu vel hjá mer. Barnið er byrjað að borða og er lika á brjósti. Það hefur alltaf verið undir kúrvu en nuna upp á síðkastið er það komið undir þá kurvu :( Hvað getur verið að í þessu tilfelli? Þsð borðar alveg ágætlega og hreyfir sig mikið og jafnframt glatt. Ég stend alveg s gati. Það er nuna 6,4 kg

Heil og sæl, það er margt sem getur komið til greina sem skýring. Hvað voru þið foreldrarnir t.d. stór á þessum aldri? Ef barnið er ánægt og þroskast eðlilega þá er maður ekki með eins miklar áhyggjur. Sum börn eru bara smá og eru lítil frameftir aldri en borða samt vel og þroskast eðlilega. Ég ráðlegg þér að ræða málið í ungbarnaverndinni. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.