Þyngist ekki nóg

28.11.2017

Sælar ljósur og takk fyrir góða síðu. Ég eignaðist barn fyrir umþaðbil 10 mánuðum og hefur gengið ótrúlega vel með það. Það er stutt í að það byrji að labba. En málið er að það er ekki að þyngjast nógu vel hjá mer. Barnið er byrjað að borða og er lika á brjósti. Það hefur alltaf verið undir kúrvu en nuna upp á síðkastið er það komið undir þá kurvu :( Hvað getur verið að í þessu tilfelli? Þsð borðar alveg ágætlega og hreyfir sig mikið og jafnframt glatt. Ég stend alveg s gati. Það er nuna 6,4 kg

Heil og sæl, það er margt sem getur komið til greina sem skýring. Hvað voru þið foreldrarnir t.d. stór á þessum aldri? Ef barnið er ánægt og þroskast eðlilega þá er maður ekki með eins miklar áhyggjur. Sum börn eru bara smá og eru lítil frameftir aldri en borða samt vel og þroskast eðlilega. Ég ráðlegg þér að ræða málið í ungbarnaverndinni. Gangi ykkur vel.