Ungbarnasund

29.11.2017

Hæ Ég er að pæla hvort það sé nauðsynlegt að fara með krílið í ungbarnasund? Ég er ekki viss hvort ég vilji fara með mína en finnst eins og það sé bara skylda því allir gera það. Er eitthvað sem ég get gert sjálf án þess að borga fyrir svona námskeið? Munar það einhverju hvort barnið fari á námskeið eða ekki?

Heil og sæl, nei þú þarf svo sannarlega ekki að fara í ungbarnasund. Það er hvers manns val og hefur ekki áhrif á framtíðarmöguleika barnsins. Það getur verið gaman að fara í ungbarnasund en það er alls ekki nauðsyn og hefur engin afgerandi áhrif á barnið til frambúðar og þú þarft heldur ekkert að fara með barnið í sund nema þig langi til þess.  Gangi ykkur vel.