Spurt og svarað

29. nóvember 2017

Panik

Hæhæ Nú er ég í sma panikki og verð bara að koma þessu frá mér.! Ég svaf hjà manninum mínum í gær 2x veit ekki hvað var langur timi á milli, kannski 30 mín -60 min. Málið er að hann þreyf sig með pappir en skolaði ekki. Hann fekk það ekki inni mig i hvorugt skipti en er möguleiki a að eg geti hafa orðið ólett eftir annað skiptið. Að það hafi ekki farið allt sæðið ut? Nú á eg börn fædd 2015 og 2017 og er þvi með barn a brjósti. Hafði blæðingar frá 14 -18 nóvember. Er einhver möguleiki á þungun? Kveðja ein i panikki

Heil og sæl, það er erfitt að segja til um það. Það er auðvitað möguleiki þar sem þú ert nálægt egglosi ef þú ert með regulegan 28  daga tíðahring. Brjóstagjöfin dregur aðeins úr líkum á þungun samt.   Ég ráðlegg ykkur að fá ykkur góðar og öruggar getnaðarvarnir til að þetta komi ekki uppá aftur. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.