Spurt og svarað

01. desember 2017

Úthreinsun búin en byrjar svo aftur

Sælar Takk fyrir þennan frábæra vef, hann hefur hjálpað mér mikið á síðustu mánuðum. Bæði í gegnum meðgöngu og eftir að ég átti litlu stelpuna mína. Úthreinsunin virtist vera alveg búin tæplega 5 vikum eftir fæðingu. Þá byrjuðum við kærastinn minn að stunda kynlíf aftur, notuðum smokk. Síðan byrjaði ég að æfa aftur tæplega 6 vikum eftir fæðingu þar sem ég mér leið rosalega vel og fannst ég vera alveg tilbúin (finnst það líka enn). Í gær fór ég til kvensjúkdómalæknis til þess að fá ráðleggingu varðandi getnaðarvörn og byrjaði í kjölfarið á brjóstapillunni, Cerazette. Hann sagði að það væri enn smá blóðslykja í leggöngunum en sagði það vera alveg eðlilegt. Síðan í morgun eftir æfingu var bindið mitt orðið soldið blóðugt, + þessi smá brúna útferð sem er búin að vera síðan í gær. Er þetta eðlilegt? Er þetta vegna þess að ég byrjaði að æfa aftur? Er þetta vegna þess að ég byrjaði að taka pilluna í gær (hef NB aldrei notað hormónagetnaðarvörn, bara smokkinn)?

Heil og sæl, ef til vill eru þínar blæðingar að hefjast aftur. Það er alveg möguleiki þrátt fyrir að þú sért með barnið þitt á brjósti. En ef til vill hafa æfingar bara flýtt fyrir að þessi útferð sem var í leggöngunum hreinsaðist. Hvort sem er tel ég ekki að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af þessu. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.