Jólatré

01.12.2017

Góða kvöldið. Drengurinn minn er sex mánaða og við foreldrarnir erum að byrja að undirbúa fyrstu jólin með barn. Mig langaði að spyrja hvort að lifandi jólatré sé þekktur ofnæmisvaldur og hvort það væri sniðugra að hafa gervitré. Bestu kveðjur

Heil og sæl, við ráðleggjum að nota það sem þið viljið frekar. Ef það er lifandi jólatré þá er það bara fínt. Það er ekki algengt að hafa ofnæmi fyrir því og auk þess er talað um að gott sé að útsetja börn fyrir sem flestu þegar þau eru ung til einmitt að koma í veg fyrir líkum á ofnæmi. Gangi ykkur vel.