Spurt og svarað

02. desember 2017

Gefa graut?

Sælar veriði, Ég á 4 mánaða barn sem er bara á brjósti og vil helst hafa það þannig til 6 mánaða sbr leiðbeiningar frá landlækni. Nú hefur aðeins hægst á þyngdaraukningu hjá barninu og vill ungbarnaverndin að ég fari að gefa graut (eða allavega vigta aftur fljótlega og ef ekki er komin breyting þá að gefa graut). En nú hef ég heyrt að grautur sé ekki jafn kaloríuríkur og brjóstamjólkin. Er það þá ekki frekar skrítin nálgun? Eykur grautur við þyngdaraukningu? Að öðru leyti þroskast barnið vel, er vært og fær að drekka eins og það vill.

Heil og sæl, þér er alveg óhætt að sjá til hvernig þetta þróast. Ef þú ert ekki tilbúin til að gefa graut þá er allt í lagi að bíða aðeins með það og sjá til fyrst barnið er rólegt og þroskast vel. Þú getur tekið ákvörðun eftir næstu vigtun. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.