Gefa graut?

02.12.2017

Sælar veriði, Ég á 4 mánaða barn sem er bara á brjósti og vil helst hafa það þannig til 6 mánaða sbr leiðbeiningar frá landlækni. Nú hefur aðeins hægst á þyngdaraukningu hjá barninu og vill ungbarnaverndin að ég fari að gefa graut (eða allavega vigta aftur fljótlega og ef ekki er komin breyting þá að gefa graut). En nú hef ég heyrt að grautur sé ekki jafn kaloríuríkur og brjóstamjólkin. Er það þá ekki frekar skrítin nálgun? Eykur grautur við þyngdaraukningu? Að öðru leyti þroskast barnið vel, er vært og fær að drekka eins og það vill.

Heil og sæl, þér er alveg óhætt að sjá til hvernig þetta þróast. Ef þú ert ekki tilbúin til að gefa graut þá er allt í lagi að bíða aðeins með það og sjá til fyrst barnið er rólegt og þroskast vel. Þú getur tekið ákvörðun eftir næstu vigtun. Gangi ykkur vel.