Spurt og svarað

03. desember 2017

Ólett?

Hæhæ Ég var á blæðingum 18 nóvember eða það var siðasti dagurinn a blæðingum. Svo svaf eg hja minnir mig 25 nóvember og notaði ekki verjur en eg var að pæla samkvæmt blæðingarappinu a eg að byrja næst á blæðinrgum 12 desember. Ég er með sveppasýkingu og er a pevaryl kreminu en eg finn fyrir aukinni útferð og eg geri mer ekki alveg grein hvort þetta se bara kremið eða hvort þetta se utferð. Allavega nýkomin i nærbuxur þegar mig langar bara að fara i nyjar. En málið er get eg verið ólett og farin að finna það innan þessara timamarka? Sem eg nefndi fyrir ofan. Ef egg hefur frjógast í kringum 25 nov. Glti eg verið að finna fyrir þungun strax? Eg fæ af og til einsog turverki en a ekkert að byrja samt strax. Vonandi skilst þessi runa

Heil og sæl, nei þú værir ekki farin að finna fyrir neinu þó þú hefðir orðið ólétt. Bíddu bara róleg og sjáðu til hvort blæðingar láti ekki sjá sig. Útferðin tengist líkast til sveppasýkingunni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.