Sogviðbragð lengi að koma

04.12.2017

Hæhæ. Ég er með eina 8.vikna sem er bara á brjósti. Seinustu viku hefur hún þurft að totta geirvörtuna i 1-2 min áður en það kemur mjólk? A kvöldin verður hún mjög pirruð og hefur það endað með því að engin mjólk kemur og ég gef henni pela með mjólk sem ég hef fryst. Getur mjólkin mín verið að minnka? Ég hef verið með mjög mikla mjólk i öðru brjóstinu hingað til. Er það e-h sem ég get þá gert til þess að halda í mjólkina? Mbk

Heil og sæl, stundum bæði dregur úr mjólkurframleiðslu eða mjólkin er tregari að renna ef þú ert stressuð eða undir álagi. Einnig er þú ert mjög þreytt eða hefur ekki haft tök á að hugsa nægjanlega vel um sjálfa þig. Ég ráðlegg þér að borða reglulega hollan og fjölbreyttan mat, hvíla þig vel og reyna að ná góðum svefni og einnig ef eitthvað hvílir á þér og stressar þig þá að reyna að ná tökum á því. Gagni ykkur vel.