Spurt og svarað

04. desember 2017

Sogviðbragð lengi að koma

Hæhæ. Ég er með eina 8.vikna sem er bara á brjósti. Seinustu viku hefur hún þurft að totta geirvörtuna i 1-2 min áður en það kemur mjólk? A kvöldin verður hún mjög pirruð og hefur það endað með því að engin mjólk kemur og ég gef henni pela með mjólk sem ég hef fryst. Getur mjólkin mín verið að minnka? Ég hef verið með mjög mikla mjólk i öðru brjóstinu hingað til. Er það e-h sem ég get þá gert til þess að halda í mjólkina? Mbk

Heil og sæl, stundum bæði dregur úr mjólkurframleiðslu eða mjólkin er tregari að renna ef þú ert stressuð eða undir álagi. Einnig er þú ert mjög þreytt eða hefur ekki haft tök á að hugsa nægjanlega vel um sjálfa þig. Ég ráðlegg þér að borða reglulega hollan og fjölbreyttan mat, hvíla þig vel og reyna að ná góðum svefni og einnig ef eitthvað hvílir á þér og stressar þig þá að reyna að ná tökum á því. Gagni ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.