Ólétt eða ekki ?

04.12.2017

Mig langar aðeins að forvitnast. Ég og maðurinn minn erum að reyna eignast barn númer 2 og höfum verið að reyna síðustu 7 mánuði og ég er eins og klukka hvað varðar blæðingar átti að byrja í gær en ekkert bólar á þeim. Hversu lengi ætti ég að bíða þangað til ég tek þungarpróf ? Og eins hvernær eru fyrstu einkenni að koma fram ? Ég finn ekkert öðruvisi og man engan vegin hvernig þetta var síðast.

Heil og sæl, þú finnur tæplega fyrir einkennum strax. Ég ráðlegg þér að bíða með þungunarpróf í nokkra daga e.t.v. viku, 10 daga ef engar blæðingar láta sjá sig. Gangi þér vel.