Að hætta mep barn á brjósti.

06.12.2017

Sælar. Núna á ég 4 vikna gamlan dreng sem hefur þurft abót síðan hann var 3 daga gamall við brjóstagjöfina. Þegar leið á þurfti hann alltaf meira og meira í ábót þannig eg endaði á því ap gefa honum abót úr pela, það gekk rosalega vel i fyrstu að gefa honum ábót úr pela á eftir brjóstinu. En þegar leið á þá er brjóstagjöfin eilífur barningur og hann alltaf að slíta sig frá brjóstinu og verður mjög fljótt pirraður og urrar á brjóstið. Þannig ég hef tekið þá ákvörðun að hætta með barnið á brjósti þar sem þessi notalega stund sem brjóstagjöfin á að vera er ekkert notaleg þegar allur timi fer i að halda honum á brjóstinu. Hins vega for eg að.leita a netinu að hvernig eg ætti að hætta með barn á brjósti en upplýsingar eru af skornum skammti og þar sem eg er mep fyrsta barn þá er eg að renna mjög blint í sjóinn með það. Þannig mín spurning er hvernig hætti ég mep barn á brjósti?

Heil og sæl, líkast til er best að þú fækkir hægt og rólega gjöfum, þ.e. sleppir einni og einni úr. Takir nokkra daga í þetta. Einnig er gott að stytta tímann í hvert sinn. Taktu þér nokkra daga í að láta brjóstagjöfina fjara út. Gangi ykkur vel.