Spurt og svarað

06. desember 2017

Að hætta mep barn á brjósti.

Sælar. Núna á ég 4 vikna gamlan dreng sem hefur þurft abót síðan hann var 3 daga gamall við brjóstagjöfina. Þegar leið á þurfti hann alltaf meira og meira í ábót þannig eg endaði á því ap gefa honum abót úr pela, það gekk rosalega vel i fyrstu að gefa honum ábót úr pela á eftir brjóstinu. En þegar leið á þá er brjóstagjöfin eilífur barningur og hann alltaf að slíta sig frá brjóstinu og verður mjög fljótt pirraður og urrar á brjóstið. Þannig ég hef tekið þá ákvörðun að hætta með barnið á brjósti þar sem þessi notalega stund sem brjóstagjöfin á að vera er ekkert notaleg þegar allur timi fer i að halda honum á brjóstinu. Hins vega for eg að.leita a netinu að hvernig eg ætti að hætta með barn á brjósti en upplýsingar eru af skornum skammti og þar sem eg er mep fyrsta barn þá er eg að renna mjög blint í sjóinn með það. Þannig mín spurning er hvernig hætti ég mep barn á brjósti?

Heil og sæl, líkast til er best að þú fækkir hægt og rólega gjöfum, þ.e. sleppir einni og einni úr. Takir nokkra daga í þetta. Einnig er gott að stytta tímann í hvert sinn. Taktu þér nokkra daga í að láta brjóstagjöfina fjara út. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.