Þunglyndi/sjálfsmorð

06.12.2017

Ég er 25 ára og geng með mitt 3ja barn. Ég á einn 4 ára strák og annan sem er bara 8 mánaða. Ég verð alltaf mjög þunglynd þegar ég hef verið ólétt, núna er ég eiginlega að ná á botninn. Mig langar ekki meira, ég er hrædd við að sækjast eftir hjálp því ég vill ekki að börnin mín verða tekin af mér. Ég sit og hugsa hvernig ég gæti endað þetta, ég fæ mig aldrei í að gera þetta. Afhverju verð ég svona mikið verri alltaf þegar ég er ólétt? Get ég fengið að láta taka mig úr sambandi eftir þessa meðgöngu? Verða börnin mín tekin af mér ef ég segi frá sjálfsmorðshugsunum sem ég hef verið með ?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að panta strax tíma hjá lækninum þínum. Það verur að grípa strax í taumana og vinna í þessu máli. Sumar konur verða þunglyndar á meðgöngu og þú ert greinilega ein þeirra. Börnin verða alls ekki tekin af þér þó þú sért þunglynd og hafir sjálfsvígshugsanir en það er mikilvægt að bregðast við og fá hjálp sem allra fyrst. Þú getur sótt um ófjósemisaðgerð eftir þessa meðgöngu. Gangi þér vel.