Spurt og svarað

06. desember 2017

Fyrsti grautur

Hæhæ er með 2 spurningar :) Nr.1. Nú fer brátt að koma að því að ég fari að gefa stelpunni minni graut með brjóstagjöfinni EN mér finnast þessir grautar í búðinni með full miklu sykur innihaldi. Ég var búin að lesa að grautar úr hirsi, bókhveiti, mais og höfrum væri gott en líka að maður ætti að velja mjöl ætlað ungbörnum. Afhverju ? Er ekki nóg að mala þetta mjöl meira og bæta með fitu og blanda með brjóstamjólk ? Spurning 2: Stelpan er að kúka grænum slímkendum kúk og hefur gert það í nokkurn tíma, hún er samt ekkert óvær og virðist ekki líða neitt illa. Ég var að byrja að gefa sama brjóstið í 3 tíma og skipa síðan um brjóst (hún vill vera dáldið á brjóstinu seinnipartinn og fram á kvöld) en kúkurinn er samt sem áður enn grænn er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af ?

Heil og sæl, alls ekki kaupa sykurbætta grauta. Best er að hafa "hreina" grauta. Mjöl ætlað ungbörnum er væntanlega auðmeltara svona alveg í byrjun. Ef barnið er rólegt og dafnar vel þarftu ekki að hafa áhyggjur af grænum kúk, það lagast líkast til sjálfkrafa án þess að neitt sé að gert. Þú segir reyndar að hægðirnar séu slímugar. Það er ekki vitlaust að geyma eina bleiu og sína hjúkrunarfræðingi í ungbarnaeftirliti. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.