Spurt og svarað

08. desember 2017

Tsk af graut

Sælar! Í allri umræðu um fyrstu föstu fæðuna er mikið talað um 1-2 tsk af graut til að byrja með. Ég sá fyrir mér að það væri verið að tala um 1-2 tsk af tilbúnum graut (eftir blöndun) en finnst það ekki geta staðist þar sem það er misjafnt hvað fólk blandar grautinn þunnt, ef maður fer eftir leiðbeiningum á pakkanum er hann voða þykkur fyrir börn sem aldrei hafa fengið fasta fæðu. Því spyr ég, þegar mælt er með 1-2 tsk er þá verið að tala um af mjölinu sjálfu, og óháð því hve mikil mjólk/vatn er blandað útí? Kærar þakkir:)

Sæl og blessuð það er verið að tala um grautinn sjálfan en ekki mjölið. Það er reyndar rétt hjá þér að grauturinn er misþykkur hjá fólki. Þetta er þó ekki neintt hárnákvæmt. Þú blandar grautinn eins og gengur best í barnið og gefur því svo eina til tvær tsk. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.