Ein alveg í ruglinu

16.12.2017

Góða kvöldið Langaði að setja inn fyrirspurn en þannig er malið að síðasti dagur blæðinga var 18 nóvember sem þyðir samkvæmt blæðingarappin sem eg er með að hefði att að byrja 12 des en ekkert bólar á blæðingum og komin 4 daga frammyfir. Eg er hins vegar buinnað vera með egglosverki sem er alveg að rugla mig. A ekki egglosið að vera löngu buið og blæðingar að hefjast? Eða er eg eitthvað að misskilja hvernig þetta virkar. Svo hef eg verið með þykka hvita utferð nuna i sma tima. Fekk sveppasykingu en þad jafnaði sig ekki alveg þvi mer klæjar enn þa.

Heil og sæl, ef þú ert með 28 daga tíðahring þá passar það að byrja á blæðingum í kringum 16. des. Hafir þú hins vegar ekki reglulegan tíðahring eða lengri hring eins og sumar konur hafa þá getur þú verið á öðrum tíma með þínar blæðingar. Bíddu bara  róleg og sjáðu til hvort koma blæðingar eða ekki. Ef engar gera vart við sig næstu dagana getur þú tekið þungunarpróf. Þú þarft greinilega að meðhöndla sveppasýkinguna lengur þar sem þú ert ennþá með einkenni. Gangi þér vel.