Mígrenislyf fyrir þungun

19.12.2017

Hæ, ég og kærastinn minn erum að reyna að eignast barn og ég fékk uppáskrifuð mígrenislyf því ég hef verið að fá mörg mígrenisköst síðustu mánuði. Ég klikkaði á því að minnast á það hjá lækninum. Er í lagi að taka inn imigran radis fyrir meðgöngu ef ég passa að taka það ekki inn eftir að ég verð ólétt?

Heil og sæl, þú mátt taka það fyrir meðgöngu já. Gangi þér vel.