ónóg brjóstamjólk

20.12.2017

Sæl Ég hef gefið dóttir minni ábót á mjólk frá 3. viku hún er nú 4. mánaða. Mér var aldrei bent á að fara til brjóstagjafaráðgjafa bara sagt að gefa henni ábót er það of seint núna?. Annars fær hún að mestu brjóstamjólk ca. 350 ml daglega af þurrmjólk.

Heil og sæl, oftast gengur nú allt vel með brjóstagjöfina þó að þurfi að gefa einhverja ábót. Þú getur reynt að auka þína framleiðslu með að gefa oftar og lengur í einu og minnka þá ábótina á móti. Það er í raun aldrei of seint en getur krafist svolítillar þolinmæði. Gangi ykkur sem best.