Þurrmjólk

23.12.2017

Góðan dag Ég er að pæla hver rökin á bakvið reglur um þurrmjolk séu. Afhverju má ekki hita hana aftur? Afhverju dugar tilbúin þurrmjolk bara í 2 tíma eftir upphitun? Hvenær má hætta að sjóða vatn og bara nota kranavatn? Stelpan mín drekkur svo mismikið að það er erfitt að giska á ml sem hún drekkur í hverri gjöf og ég er svo oft að henda miklir mjólk. Það getur ekki verið að mjólkin skemmist svo mikið eftir 2 tíma

Heil og sæl, mjólkina má ekki hita aftur vegna þess að það geta myndast í henni bakteríur við endurhitun. Það er  líka þess vegna sem hún má ekki standa lengi á borði við stofuhita. Það er notað soðið vatn bæði vegna þess að mjólkin leysist betur upp i heitu vatni heldur en köldu og ekki er sérlega gott bragð af hitaveituvatni ef þú ætlar að nota heitt vatn úr krana. Það er líka mikilvægt að hreinsa pela og aðara þá hluti sem þú notar við pelagjöfin mjög vel þar sem bakteríur geta hæglega myndast í mjólkurleifum. Það borgar sig að fara vel eftir leiðbeiningum frá framleiðanda þar sem þannig er hægt að vera viss um að allt sé gert á sem bestan hátt og eins og ætlast er til. Gangi þér vel.