Svört korn í hægðum

27.12.2017

Góðan dag, ég er með 6 vikna barn sem er eingöngu á brjósti. Í dag komu eins og svört korn eða flyksur i annars eðlilegum gulum hægðum, er það eðlilegt eða hvað getur þetta verið? Þetta hefur ekki komið áður en hann var óvenju pirraður í gærkvöldi og prumpaði mikið. Kær kveðja

Heil og sæl, jú mér sýnist  á lýsingunni að þetta geti verið alveg eðlilegt. Ef þetta heldur áfram og/eða einhver önnur einkenni koma fram ráðlegg ég þér að geyma eina bleiu og sýna hjúkrunarfræðingi í ungbarnavernd. Gangi þér vel.