Líftími sæðis

01.01.2018

Komið þið sælar Ég er að velta fyrir mér hversu lengi sæðið geti lifað í leggöngum konunnar ég hef séð svo misjafnar sögur ein sagan segir 48 klst, önnur saga í 5 daga og þriðja sagan 7 daga. Ég byrjaði á blæðingum þann 21.des og stundaði óvarið kynlíf 30 og 31 des og miða við flo appið að þá ætti egglos vera 3 jan á 28 daga hring en 5 jan á 30 daga hring og hringurinn hjá mér hefur rukkað frá 28-30 dögum gæti verið möguleiki að það verði getnaður eftir þessi tvö skipti?

Heil og sæl, hugsanlega er  það er fræðilegur möguleiki á að einstaka sæðisfruma sé lifandi þegar egglos verður hjá þér ef þú miðar við 3 jan. og þá er fræðilegur möguleiki á getnaði. Það er þó talið að sæðið lifi aðeins í um 48 klst. í líkama konunnar. Gangi þér vel.