Penzim á geirvörtur

03.01.2018

Góðan dag Ég er með frekar vond sár á geirvörtunum eftir brjóstagjöf en þau eru á batavegi en særa mig mikið þegar ég gef brjóst. Veit að penzim er mjög græðandi og er búinn að velta fyrir mér hvort það gæti flýtt fyrir gróunar-ferlinu á sárunum. Hef samt ekki þorað að prófa því ég finn ekkert um það, er eitthvað sem mælir gegn því að nota penzim á sárin þar sem það er náttúrúrulegt efni? Gæti það haft áhrif á barnið mitt þegar ég gef henni? Bestu kveðjur

Heil og sæl, framleiðandi gefur ekki upp hvort óhætt sé að nota efnið í brjóstagjöf. Hins vegar eru þetta náttúruleg efni en ég mundi samt ráðleggja þér ef þú ákveður að nota það að hreinsa það af geirvörtum áður en þú gefur brjóst þar sem pensím er ekki ætlað til inntöku. Gangi þér vel.