Spurt og svarað

03. janúar 2018

Penzim á geirvörtur

Góðan dag Ég er með frekar vond sár á geirvörtunum eftir brjóstagjöf en þau eru á batavegi en særa mig mikið þegar ég gef brjóst. Veit að penzim er mjög græðandi og er búinn að velta fyrir mér hvort það gæti flýtt fyrir gróunar-ferlinu á sárunum. Hef samt ekki þorað að prófa því ég finn ekkert um það, er eitthvað sem mælir gegn því að nota penzim á sárin þar sem það er náttúrúrulegt efni? Gæti það haft áhrif á barnið mitt þegar ég gef henni? Bestu kveðjur

Heil og sæl, framleiðandi gefur ekki upp hvort óhætt sé að nota efnið í brjóstagjöf. Hins vegar eru þetta náttúruleg efni en ég mundi samt ráðleggja þér ef þú ákveður að nota það að hreinsa það af geirvörtum áður en þú gefur brjóst þar sem pensím er ekki ætlað til inntöku. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.